Eftir marga sunnudagsbíltúra inná Höfðabrekkuafrétt kviknaði sú hugmynda að gera svæðið aðgengilegt ferðamönnum.
Í Þakgili var ágætt pláss fyrir tjaldstæði, gott skjól fyrir flestum áttum, lækur sem hægt er að virkja og hellir sem hægt var að breyta í matsal.
Nú er búið að slétta tjaldstæði, byggja snyrtiaðstöðu og laga hellinn. Framtíðarplönin fela í sér að virkja lækinn, koma upp gistiaðstöðu í húsum helst að grafa skála inní bergið og innrétta þá. Einnig að koma upp viðbótar afþreyingu svo sem heitum pottum, fiskitjörn og merkja fleiri gönguleiðir.